Samtök fyrirtækja í velferðarþjónstu Samtök fyrirtækja í velferðarþjónstu
  • Forsíða
  • Fréttir
  • Kjarasamningar
    • Samninganefnd SFV
    • Kjarasamningar
    • Spuningar og svör
    • Verkfallslistar
  • Hafa samband
  • Um samtökin
    • Lög SFV
    • Stjórn samtakanna
    • Upphafið
    • Aðildarfélög
    • Upplýsingabanki
      • Daggjöld
      • Fjárlög
      • Hagstæð innkaup

Frá félagsfundi SFV þann 1. febrúar sl.

Details
06 febrúar 2019

Skorað á stjórnvöld að hefja tafalausar
viðræður um þjónustu hjúkrunarheimilanna

Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) héldu félagsfund þann 1. febrúar síðast liðinn. Á fundinum var samþykkt ályktun þar sem skorað er á Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) og heilbrigðisráðuneytið (HBR) að hefja nú þegar markvissar og raunhæfar viðræður við SFV og Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS) um þjónustu hjúkrunarheimila, sem og þjónustu í dagdvalarrýmum. Sú krafa er gerð að í viðræðunum afmarki stjórnvöld þá þjónustuþætti og kröfur sem þau telja unnt að skerða með hliðsjón af fjárveitingum sem veita eigi til rekstursins. Fundurinn skoraði jafnframt á SÍ að greiða áfram þá eyrnamerktu fjármuni sem hjúkrunarheimilum voru veittir í fjárlögum til að mæta aukinni hjúkrunarþyngd sem orðið hefur á heimilunum. Þeim tæpum 300 mkr. halda SÍ og/eða ráðuneytið í sinni vörslu.

Ýmist neita eða svara engu
Í júní 2018 lögðu SFV fram kröfugerð í 14 liðum til framlengingar þágildandi rammasamnings ríkisins um þjónustu hjúkrunarheimila. Um er að ræða langstærsta þjónustusamning sem SÍ hafa gert, en hátt í 30 milljarðar króna voru greiddir hjúkrunarheimilum á grundvelli hans ár hvert. SFV og SÍS hafa ennfremur gert þá kröfu að samhliða niðurskurði fjármagns (bæði beinum og óbeinum niðurskurði) þurfi að draga úr kröfum sem gerðar eru til þjónustunnar. SÍ hafa ekki fallist á einn einasta af áðurnefndum fjórtán liðum í kröfugerð SFV. Þá hafa stjórnvöld ekki fengist til að útlista hvaða kröfum hægt sé að draga úr eða falla frá í viðræðunum. Síðasti formlegi fundur samningaraðila, þar sem fram fóru efnislegar viðræður, var haldinn í október 2018 og enn hefur ekki verið boðað til annars samningafundar. Til að viðræðurnar verði sem markvissastar hafa SFV jafnframt óskað eftir að fá hlutlausan, utanaðkomandi aðila til að stýra viðræðum og miðla málum með álíka hætti og ríkissáttasemjari gerir gagnvart aðilum vinnumarkaðarins.

Svipuð staða er uppi í viðræðum SFV, SÍ og SÍS um þjónustu í dagdvalarrýmum. Viðræðurnar hófust í janúar 2018, en ekki hefur verið haldinn formlegur samningafundur frá því í mars 2018. Að lágmarki 30% vantar upp á fjárveitingu dagdvala með hliðsjón af þeim kröfum sem velferðarráðuneytið lagði fram, en ekki hafa fengist svör um hvort draga skuli úr kröfum, fækka rýmum eða bæta við fjármagni til að samningur geti náðst.

Fyrirvaralaus reglugerð og gjaldskrá sett án tilkynningar eða samráðs
Á félagsfundi SFV var enn fremur lýst fyrir miklum vonbrigðum með þau vinnubrögð SÍ og HBR sem viðhöfð voru við setningu reglugerðar og gjaldskrár fyrir þjónustu hjúkrunarheimila í desember 2018. Með þeim voru gerðar grundvallarbreytingar á greiðslum til hjúkrunarheimila landsins hvað varðar greiðslur smæðarálags sem og greiðslur vegna aukinnar hjúkrunarþyngdar, án nokkurrar tilkynningar, samráðs eða fyrirvara gagnvart heimilunum þrátt fyrir að fulltrúar heimilanna hefðu verið í samningaviðræðum við stjórnvöld í marga mánuði. Slík vinnubrögð eru ekki til þess fallin að auka traust á milli aðila eða tiltrú á samningaferlinu.

Eyrnamerktum fjármunum haldið eftir
Á fundinum var einnig skorað á stjórnvöld að greiða strax áfram þá fjármuni sem hjúkrunarheimilum voru veittir í fjárlögum til að mæta aukinni hjúkrunarþyngd sem orðið hefur á heimilunum. Þrátt fyrir viðbótarfjárveitinguna miða SÍ við sömu þyngdarstuðla og notaðir voru fyrir árið 2018 í þeirri nýju gjaldskrá sem tók gildi um áramót. Í þessu felst að um 276,4 milljónir króna sem fjárlaganefnd og Alþingi eyrnamerktu til reksturs hjúkrunarheimila verða ekki greiddir til heimilanna samkvæmt gjaldskránni, heldur haldið eftir í vörslu stofnunarinnar eða heilbrigðisráðuneytisins. Var skorað á heilbrigðisráðherra og SÍ að framkvæma tafalausa leiðréttingu og ennfremur að fjárlaganefnd og þingmenn beiti sér fyrir því að ákvörðun alþingis verði virt.

Þurfa að skerða þjónustu
Af hálfu Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu er ljóst að við óbreyttar aðstæður er óhjákvæmilegt að taka mjög fljótlega ákvarðanir um skerðingu þjónustuþátta til að mæta rýrnun verðgildis fjárveitinga til rekstrar hjúkrunarheimilanna samfara kostnaðarhækkunum undanfarin misseri. Þær aðgerðir verða án efa útfærðar með mismunandi hætti á heimilunum enda aðstæður mismunandi. Eftir fremsta megni verður þó leitast við að haga þeim þannig að íbúar verði fyrir eins litlu óhagræði og unnt er.

 

Reykjavík 5. febrúar 2019.

 

Nánari upplýsingar veita

Eybjörg Hauksdóttir, framkvæmdastjóri SFV, í síma 8989225, netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., 

og Pétur Magnússon, formaður SFV í síma 8411600, netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..">This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Birting verkfallslista - frh.

Details
31 janúar 2019

Undir liðnum ,,Kjarasamningar - verkfallslistar" má finna skrá yfir þau störf tiltekinna aðildarfélaga SFV sem eru undanskilin verkfallsheimild (verkfallslista), skv. 2. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamning opinberra starfsmanna með síðari breytingum.  

Til viðbótar þeim verkfallslistum sem birtir voru í gær (30. janúar 2019) og tilgreindir eru hér að neðan, er hér með birtur eftirfarandi listi: 

Hrafnistuheimilin VSFK 2019 

 

Birting verkfallslista 2019

Details
30 janúar 2019

Undir liðnum ,,Kjarasamningar - verkfallslistar" má finna skrá yfir þau störf tiltekinna aðildarfélaga SFV sem eru undanskilin verkfallsheimild (verkfallslista), skv. 2. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamning opinberra starfsmanna með síðari breytingum.  

Eftirfarandi aðildarfélög birta nú nýja verkfallslista:

Eir og Hamrar 2019

Skjól 2019

Hlíðabær 2019

Múlabær 2019

Hrafnistuheimilin Fíh 2019

Hrafnistuheimilin SLFÍ 2019

Grund, Ás og Mörk Fíh 2019

Grund, Ás og Mörk SLFÍ 2019

Hornbrekka 2019

Skógarbær 2019

SÁÁ 2019

Sóltún 2019

Sunnuhlíð 2019

 

Fyrir eru eldri verkfallslistar fá eftirfarandi félögum, sem framlengjast um eitt ár sbr. 2. mgr. 19. gr. l. nr. 94/1986:

 

Dalbær

Fellsendi

Hulduhlíð 

Uppsalir

 

 

Gleðilega hátíð !

Details
21 desember 2018

Jólakveðja frá SFV

Skrifstofa SFV er opin föstudaginn 21. desember til kl. 16:00, en er lokuð milli jóla og nýárs. Opnað verður aftur miðvikudaginn 2. janúar 2019. 

Sé um brýnt erindi að ræða má hafa samband við framkvæmdastjóra samtakanna, Eybjörgu Hauksdóttur í s: 898-9225. 

Tilkynning frá samninganefnd SFV og Sambands ísl. sveitarf. vegna rammasamnings hjúkrunarheimila

Details
06 desember 2018

 

Ríkið tilgreini sem fyrst hvaða þjónustu skuli skerða á hjúkrunarheimilum

 

Samninganefnd Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) og Sambands íslenskra sveitarfélaga um rammasamning fyrir þjónustu hjúkrunarheimila lýsir miklum vonbrigðum með þá ákvörðun stjórnvalda og meirihluta fjárlaganefndar að halda fast við boðaða skerðingu á rekstrargrunni hjúkrunarheimila.

 

Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) hafa nú staðfest að sú ,,viðbót“ til hjúkrunarheimila, sem boðuð var í áliti meirihluta fjárlaganefndar við 2. umræðu fjárlaga, er í raun engin viðbót þegar allt kemur til alls. Um er að ræða fjármuni til að mæta samningsbundinni skyldu ríkisins skv. rammasamningi SÍ þess efnis að greiðslur til hjúkrunarheimila taki mið af aukinni hjúkrunarþyngd heimilismanna skv. svonefndum RUG stuðlum. Um þetta atriði var samið við gerð rammasamnings hjúkrunarheimila árið 2016. Svo virðist sem gleymst hafi að gera ráð fyrir þessari skuldbindingu ríkisins í fjárlagafrumvarpinu. Á það benti SFV í umsögn sinni við frumvarpið og var leiðrétting gerð í breytingartillögum meirihluta fjárlaganefndar sem lagðar voru fram við aðra umræðu fjárlaga. Eftir stendur að ekki hefur verið komið til móts við þá skerðingu sem varð á rekstrarfé hjúkrunarheimila árið 2018.

 

Hjúkrunarheimilin sniðgengin

Að óbreyttu er ekki annað að sjá en að áframhaldandi niðurskurður sé fram undan árið 2019. Af hendi samninganefndar SFV og Sambands íslenskra sveitarfélaga verður ekki komist hjá því að lýsa miklum áhyggjum af því áhugaleysi stjórnvalda á því að bæta fjármögnun þjónustu hjúkrunarheimilanna og, að því er virðist, rekstrarumhverfi hjúkrunarheimila almennt. Staðan sem blasir við gengur þvert á það sem fram kemur í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar þar sem tilgreint er sérstaklega að styrkja eigi rekstrargrunn hjúkrurnarheimila. Staðreyndin virðist á hinn bóginn sú að ekki er áhugi á því að viðhalda núverandi þjónustustigi hjúkrunarheimilanna þrátt fyrir gott efnahagsástand og fjáraukningu í heilbrigðiskerfið almennt. Áhugaleysið virðist einnig birtast í því að ekki er minnst einu orði á hlutverk eða þjónustu hjúkrunarheimila í nýgerðum drögum að heilbrigðisstefnu ríkisstjórnarinnar. Hjúkrunarrými eða hjúkrunarheimili, eru ekki nefnd einu orði í því tæplega 40 blaðsíðna skjali. Jafnframt hefur hagsmunaaðilum heimilanna ekki verið boðið til samráðs um mikilvæg málefni sem snerta rekstrarumhverfi hjúkrunarheimila nema að mjög takmörkuðu leyti auk þess sem velferðarráðuneytið afþakkaði að taka þátt í nýlegu málþingi á vegum SFV þar sem mikilvæg málefni hjúkrunarheimila voru rædd. Það vakti athygli.

 

Ljóst að draga þarf úr þjónustu

Í dag, fimmtudag, hefur samninganefnd SFV og Sambands íslenskra sveitarfélaga sent erindi til SÍ þar sem gerð er sú krafa að SÍ tilgreini hvaða atriðum í kröfulýsingu vegna þjónustu hjúkrunarheimila ríkið er tilbúið að falla frá eða draga úr til að mæta þeirri rýrnun sem orðið hefur á fjármögnun rammasamningsins á samningstímanum. Samninganefnd SFV og Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur ítrekað gert athugasemdir við að ríkið kostnaðargreini ekki þær kröfur sem það gerir til þeirrar heilbrigðisþjónustu sem það vill kaupa. Ríkinu ber að ákvarða þjónustustig og þær kröfur sem gerðar verða til hjúkrunarheimila og þarf því einnig að segja til um úr hvaða þjónustu skuli draga þegar fjárframlög eru skorin niður. Umræddur rammasamningur hjúkrunarheimila rennur út þann 31. desember nk. og hann verður ekki framlengdur nema fyrir liggi hvaða þætti þjónustunnar eigi að skerða til að koma til móts við þessa rýrnun. Það er mikilvægt að stjórnvöld upplýsi sem fyrst hvar eigi að draga saman í þjónustunni enda þarfnast allar aðgerðir undirbúnings áður en þeim er hrint í framkvæmd. Hvort heldur sem litið er til uppsagnarfrests starfsmanna eða breytinga á samningum um innkaup, þá þurfa rekstraraðilar tíma til að ná fram nauðsynlegri hagræðingu sem leiðir að skerðingunni. Síðast kom skerðingarkrafa á einingarverð rammasamnings SÍ fram í maí 2018 og gilti afturvirkt frá 1. janúar 2018. Slík vinnubrögð eru ekki boðleg og valda því að skerða þarf þjónustu meira en ella.

 

Í dag er útlit fyrir að rammasamningur SÍ um þjónustu hjúkrunarheimila verði ekki framlengdur. Um 45 hjúkrunar- og dvalarheimili á Íslandi, sem velta um 27 milljörðum króna á ári, verða þá um áramótin samningslaus við ríkið um þjónustu sína. Samninganefnd SFV og Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa þegar óskað eftir fundi með heilbrigðisráðherra til að ræða þá alvarlegu stöðu sem upp er komin.

 

Reykjavík 6. desember 2018.

 

F.h. samninganefndar Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu og Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna rammasamnings SÍ fyrir þjónustu hjúkrunarheimila,

 

Eybjörg Hauksdóttir, framkvæmdastjóri SFV.

 

Frekari upplýsingar veita Eybjörg Hauksdóttir, framkvæmdastjóri SFV (s: 898-9225), og Pétur Magnússon, formaður SFV (s: 841-1600).

 

Samninganefnd SFV og Sambands íslenskra sveitarfélaga skipa:

F.h. SFV:

Björn Bjarki Þorsteinsson, varaformaður SFV

Eybjörg Hauksdóttir, framkvæmdastjóri SFV

Pétur Magnússon, formaður SFV

Sigurður Rúnar Sigurjónsson, stjórnarmaður SFV

 

F.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga:

Valgerður Freyja Ágústsdóttir, sérfræðingur á hag og upplýsingasviði hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga

Aðalvalmynd

  • Forsíða
  • Fréttir
  • Kjarasamningar
  • Hafa samband
  • Um samtökin

Um samtökin

Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) voru stofnuð þann 24. apríl 2002 á Hrafnistu í Reykjavík. Aðilarfélögin eru flest fyrirtæki sem eru ekki ríkisfyrirtæki og starfa við velferðarþjónustu samkvæmt þjónustusamningi eða öðrum tengdum greiðslum frá ríkinu.

lundur.jpg

Nýlegt efni

  • Frá félagsfundi SFV þann 1. febrúar sl.
  • Birting verkfallslista - frh.
  • Birting verkfallslista 2019
  • Gleðilega hátíð !
  • Tilkynning frá samninganefnd SFV og Sambands ísl. sveitarf. vegna rammasamnings hjúkrunarheimila
  • Tilkynning frá Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu
  • Málþing SFV um hjúkrunarheimilin á morgun kl. 13:30
  • Málþing SFV þriðjudaginn 27. nóvember nk.
  • Blaðagrein um stöðu rammasamnings hjúkrunarheimila
  • Grein um dagdvalir í Morgunblaðinu
  • Grein um lækkun framlaga á fjárlögum
  • Boðað til félagsfundar hjá SFV á föstudaginn

Aðildarfélög SFV

Fagmönnun framtíðar - Málþing 28. október

Copyright © 2019 Samtök fyrirtækja í velferðarþjónstu. All Rights Reserved. Designed by JoomlArt.com. Joomla! is Free Software released under the GNU General Public License.
Bootstrap is a front-end framework of Twitter, Inc. Code licensed under MIT License. Font Awesome font licensed under SIL OFL 1.1.
Powered by T3 Framework