Fréttir og tilkynningar

Breytingar á stjórn SFV

Á aðalfundi SFV sem haldinn var á Hrafnistu Sléttuvegi þann 25. maí 2020 steig Pétur Magnússon úr stóli stjórnarformanns samtakanna. Pétur sat í stjórn SFV í 12 ár, fyrstu átta árin sem varaformaður samtakanna en síðustu fjögur ár sem stjórnarformaður.

Margrét Á. Ósvaldsdóttir gaf jafnframt ekki kost á sér í stjórn að þessu sinni eftir rúman áratug í stjórn og þá hafði Tryggvi Friðjónsson sagt sig frá stjórnsetu í janúar sl. en hann starfar nú sem formaður kjaranefndar SFV.

Er þeim þakkað fyrir vel unnin og óeigingjörn störf í þágu samtakanna í gegnum tíðina.

 

Eitt framboð barst í stöðu stjórnarformanns og var Gísli Páll Pálsson, forstjóri Grundarheimilanna, kosinn með lófataki.

Ný framboð til stjórnarsetu voru tvö, María Fjóla Harðardóttir frá Hrafnistu og Ragnar Sigurðsson frá Hjúkrunarheimilum Fjarðarbyggðar gáfu kost á sér í stjórn samtakanna og hlutu þau einnig kosningu með lófataki ásamt öðrum stjórnarmönnum sem höfðu gefið kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu.

Stjórn SFV er nú svo skipuð:

Stjórnarformaður:

Gísli Páll Pálsson, Grundarheimilunum

Stjórnarmenn:

Anna Birna Jensdóttir, Sóltúni

Ásgerður Th. Björnsdóttir, SÁÁ

B. Bjarki Þorsteinsson, Brákarhlíð

María Fjóla Harðardóttir, Hrafnistu

Ragnar Sigurðsson, Hjúkrunarheimilum Fjarðabyggðar

Sigurður Rúnar Sigurjónsson, Eir / Skjóli / Hömrum

Ársskýrsla SFV

Á aðalfundinum var jafnframt lögð fram ársskýrsla samtakanna fyrir starfsárið 2019-2020 en þar er fjallað er um helstu atriði úr starfi SFV á starfsárinu. Ársskýrsluna má skoða á eftirfarandi hlekk:

Ársskýrsla SFV 2019 – 2020.