Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu boða til 20 ára afmælismálþings samtakanna þar sem fjallað verður um framtíð velferðarþjónustunnar.
Málþingið verður haldið þriðjudaginn 26. apríl kl. 14:30, að Hrafnistu Sléttuvegi, Sléttuvegi 27, Reykjavík.
Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, mun ávarpa málþingið eftir að Björn Bjarki Þorsteinsson, stjórnarformaður SFV, hefur opnað þingið. Í framhaldi af því verður boðið upp á þrjú spennandi erindi og pallborðsumræður um framtíðarsýn velferðarþjónustunnar; á mælendaskrá eru:
- María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistuheimilanna
- Sandra Bryndísardóttir Franks, formaður Sjúkraliðafélags Íslands
- Vilborg Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Alzheimersamtakanna
Fundarstjóri er Gísli Einarsson.
Boðið verður upp á léttar veitingar í lok fundar.
Við hvetjum áhugasama til að kynna sér og skrá sig á Facebook viðburð málþingsins.