Ragnheiður Hulda Friðriksdóttir var í lok febrúar ráðin nýr forstjóri SÁÁ, en hún gegndi áður starfi gæðastjóra hjá samtökunum.
Ráðning Ragnheiðar er hluti af lengra ferli skipulagsbreytinga, sem miða að því að skýra hlutverk og ábyrgðarröð stjórnenda og starfsfólks og endurskipuleggja rekstur heilbrigðisþjónustu SÁÁ þannig að hún verði skilvirkari, hagkvæmari og betur til þess fallin að þjóna hagsmunum skjólstæðinga SÁÁ. Jafnframt var samþykkt nýtt skipurit fyrir samtökin. Ítarlegri frétt um málið er að finna á heimasíðu SÁÁ.
Á myndinni eru þær Ragnheiður Hulda Friðriksdóttir, nýr forstjóri SÁÁ, til vinstri og Anna Hildur Guðmundsdóttir, formaður SÁÁ, til hægri.