Aðalfundur SFV 2018 var haldinn hjá Krabbameinsfélaginu í gær.
Fundurinn gekk almennt mjög vel fyrir sig og voru allir liðir fundarins sem bornir voru undir atkvæði samþykktir einróma.
Allir stjórnarmenn nema einn gáfu kost á sér áfram til stjórnarsetu, auk þess sem Pétur Magnússon gaf kost á sér til endurkjörs sem formaður samtakanna. Öll hlutu þau einróma kosningu til áframhaldandi starfa. Tryggvi Friðjónsson hjá Sjálfsbjargarheimilinu kemur nýr í stjórnina. Guðmundur Ármanns Péturssonar hafði sagt sig úr stjórn þegar hann lét af störfum sem framkvæmdastjóri Sólheima síðastliðið sumar.
Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum mætti á fundinn heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir og ávarpaði fundarmenn.
Ársskýrslu SFV sem dreift var á fundinum má svo sjá hér.
Fundargerð aðalfundar má sjá hér.