Fréttir og tilkynningar

Aðalfundur SFV og ársskýrsla

Aðalfundur SFV var haldinn þann 3. apríl sl.

Finna má fundargerð aðalfundar hér.

Eins og fram kemur í fundargerðinni urðu eftirfarandi breytingar á stjórn SFV:

Sveinn Magnússon (Eir) og Brynjar Þórsson (HNLFÍ) fóru úr stjórn SFV og í stað þeirra voru kosnir Sigurður Rúnar Sigurjónsson (Eir) og Guðmundur Ármann Pétursson (Sólheimar).

Sveini og Brynjari eru þökkuð vel unnin störf í þágu SFV og þeir Sigurður Rúnar og Guðmundur boðnir velkomnir í stjórn samtakanna.

Á aðalfundinum var jafnframt kynnt ársskýrsla SFV, sem mun verða gefin út á hverju ári eftirleiðis.