Aðalfundur Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu var haldinn í gær á Seltjörn hjúkrunarheimili, Seltjarnarnesi.
Ársskýrsla samtakanna var þar lögð fram, en hana má sjá hér.
Fundargerð aðalfundar má sjá hér.
Þá var neðangreind ályktun samþykkt á fundinum:
Ályktun aðalfundar SFV
Aðalfundur Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu skorar á heilbrigðisráðherra að hlutast til um að nú þegar verði settur fullur kraftur samningaviðræður á milli Sjúkratrygginga Íslands og öldrunarstofnana um endurnýjaðan rammasamning við heimilin. Langþráður rammasamningur, sem tók gildi árið 2016, rann út um síðustu áramót.
Aðafundurinn lýsir jafnframt miklum vonbrigðum með að ekki sé staðið við þau skýru fyrirheit sem í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar eru þar sem kveðið er á um að styrkja rekstrargrundvöll hjukrunarheimila. Raunveruleikinn er sá að fram hafa komið ítrekað tillögur um aukinn niðurskurð í fjárlagafrumvarpi sem og í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar.
Jafnframt hvetur aðalfundur SFV ríksivaldið til þess að hleypa samtökunum frekar að borði varðandi samráð og yfirferð á þeim málaflokkum sem þau fyrirtæki, samtök og stofnanir sem innan SFV starfa. Má þar nefna Krabbameinsfélagið, SÁÁ, Sjálfsbjargarheimilið, öldrunar- og dagdvalarstofnanir og fleiri.
Samþykkt á aðalfundi SFV þann 1. apríl 2019
að Seltjörn hjúkrunarheimili, Seltjarnarnesi.