Kostnaðargreining nauðsynleg í velferðarþjónustu
– Þjónusta aðildarfélaga SFV mjög mikilvæg stoð í heilbrigðiskerfinu
Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) héldu þann 18. október sl. málþing um umhverfi og stöðu fyrirtækja í velferðarþjónustu sem mörg hver hafa verið samningslaus við Sjúkratryggingar Íslands um árabil. Sú staða sem ríkisvaldið hefur með samningsleysinu boðið fyrirtækjunum upp á hefur leitt til sífellt erfiðari stöðu hjá bæði fyrirtækjunum og skjólstæðingum þeirra sem ekki fá viðhlítandi úrræði. Til málþingsins var þeim stjórnmálaflokkum boðið sem eiga fulltrúa á Alþingi og/eða mældust með meira en 5% fylgi í þjóðarpúlsiGallupþann 3. október. Meginviðfangsefnið var sú grundvallarspurning semSFVvildu beina til fulltrúa stjórnmálaflokkanna var sú hvort þeir hefðu raunverulegan vilja til að bæta þjónustu við veika einstaklinga og aldraða.
Fyrir hönd flokkanna mættu til málþingsins Eygló Harðardóttir, Framsóknarflokki, Hanna Katrín Friðriksson, Viðreisn, Sigrún Gunnarsdóttir, Bjartri framtíð, Óli Björn Kárason, Sjálfstæðisflokki, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Samfylkingu og Kolbeinn Óttarsson Proppé frá Vinstri grænum. Jón Þór Ólafsson frá Pírötum mætti ekki til fundarins eins og boðað hafði verið.
Björn Bjarki Þorsteinsson, varaformaðurSFVog framkvæmdastjóri Brákarhlíðar í Borgarnesi, setti fundinn en að því loknu fjallaði Pétur Magnússon, formaðurSFVum rekstrarumhverfi fyrirtækjanna sem versnað hafa ár frá ári. Afleiðingin væri sú að stór hópur skjólstæðinga, sjúklinga og aldraðra fá ekki viðhlítandi úrræði. Ástæðurnar eru þær að fá hjúkrunarheimili eru ekki byggð, ekki fæst fjármagn til að veita þeim sem á þurfa að halda viðhlítandi úrræði á sama tíma og þjónustan og getan til að veita hana er í mörgum tilvikum til staðar meðal aðildarfélagaSFV.
Í máli Péturs kom m.a. fram að stofnanir innan Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV)velta um 20 prósentum af framlögum ríkisins til velferðarkerfisins, eða um það bil 30 milljörðum króna árlega. Um er að ræða sjálfseignarstofnanir og fyrirtæki sem eru ekki ríkisfyrirtæki og starfa á heilbrigðissviði samkvæmt þjónustusamningi eða öðrum tengdum greiðslum frá ríkinu, t.d. daggjöldum.Þessi hlutföll sýni hversu stóran og mikilvægan þátt slík fyrirtæki skipa í íslenska heilbrigðiskerfinu.
Pétur lagði áherslu á að það væri sérstaklega mikilvægt að kröfur ríkisins á þjónustuveitendur væru vel skilgreindar og greitt væri sanngjarnt endurgjald fyrir hvern þjónustulið.Það væri því miður yfirleitt ekki raunin. Þannig hefðu t.d.greiðslur ríkisins til hjúkrunarheimila ekki fylgt verðlagsþróun í mörg ár. Þá væru einstaklingar sem komi inn á hjúkrunarheimili mun veikari í dag en fyrir 20 árum, en þeirri þróun hefði hins vegar ekki fylgt neitt fjármagn. Þetta tvennt hefði valdið sífelltversnandifjárhagsstöðu hjúkrunarheimila. Nýlega hafi þjónustan verið kostnaðargreind af óháðum þriðja aðila og það liggi fyrir að um 30% vanti í greiðsluna frá ríkinu með hliðsjón af þeim kröfum sem ríkið hefur gert til þjónustunnar. Þetta hefði m.a. leitt til undirmönnunar hjáfyrirtækjunumsem væri alvarlegt mál. Nú væri þó þjónustusamningurí augsýn semSFVmæti sem viðunandi til bráðabirgða, enn fjármögnunin væri ekki fullnægjandi til að leysa þann fjárskort sem væri almennt uppi hjá hjúkrunarheimilunum. Hins vegar var með samningnum samþykkt að vísa ýmsum mikilvægum óútkljáðum atriðum í vinnunefndir þar sem markmiðið væri að finna varanlegar lausnir ogmálamiðlanir. Glærur Péturs má finna hér:glærur PM
Saknar fleiri nýsköpunarverkefna
Af frummælendum af hálfu stjórnmálaflokkanna tók Hanna Katrín Friðriksson frá Viðreisn fyrst til máls að lokinni framsögu formansSFV. Hún lýsti þeirri skoðun sinni að Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu mættu vera stolt af þeirri velferðarþjónustu sem þau veittu í heilbrigðiskerfinu og ljóst væri að án þeirra væri íslenska heilbrigðiskerfið mun fátækara og verr í stakk búið en það er í dag. Hún sagði að nauðsynlegt og afar mikilvægt að skýra betur þjónustuþörfina í kerfinu og greiða fyrir hana í samræmi við það. Hún saknaði fleiri nýsköpunarverkefna um einstaklingsmiðaða þjónustu, tækni og á fleiri sviðum. Nýsköpunarverkefnin ættu að leiða til ákveðinnar niðurstöðu um farsælt væri að halda áfram á sömu braut eða ekki og væru þau líkleg til að leiða til framfara í velferðarkerfinu, hnitmiðaðri útgjalda úr ríkissjóði og aukinna lífsgæða þjónustuþega ætti að gera þjónustusamning við þá aðila sem störfuðu á heilbrigðissviði, þar á meðal aðildarfélögSFV. Hanna Katrín sagði að Viðreins vildi fjölbreytt rekstrarform á heilbrigðissviði sem byggðust á mjög afmörkuðum og skýrum þjónustusamningum og virku eftirliti. Hún sagði það sína skoðun að einkafyrirtæki gætu oft á tíðum veitt betri þjónustu fyrir lægra verð en þau opinberu.
Afar mikilvægt aðkostnaðargreinaþjónustuna
Sigrún Gunnarsdóttir frá Bjartri framtíð (BF) sagði nauðsynlegt að auka gegnsæi í kerfinu og einfalda það. Hún sagðiBFleggja mikla áherslu á að auka aðgengi að þjónustu hjúkrunarheimilanna og ráða bót á mönnunarvanda þeirra þar sem til lítils sé að byggja vanti starfsfólk til að vinna þar. Einnig þurfi að stórefla aðgengi að heimaþjónustu og auka aðgengi að úrræðum á endurhæfingarsviði. Sigrún sagði afar mikilvægt að kostnaðargreina þjónustuna og greiðadaggjöldí samræmi við hana. Sigrún sagði það sína skoðum sem byggðuast m.a. á eigin rannsóknum að víða mætti gera betur í heilbrigðiskerfinu, m.a. í mönnunarmálum og vísaði hún til fordæma erlendis þar sem slíkt hefði tekist með einföldun kerfisins sem héldi utan um heimahjúkrun sem leitt hefði til meiri árangurs og fjölgun fagfólks í geiranum.
Mikilvægt að hafa áhrif á heilbrigðisáætlunina
Óli Björn Kárason frá Sjálfstæðisflokki sagði öllum ljóst hversu mikilvægri þjónustu aðildarfélögSFVsinntu í heilbrigðiskerfinu. Hann varpaði fram þeirri spurningu til fundargesta hversu margir hefðu kynnt sér Heilbrigðisáætlun til ársins 2020 – og jafnframt hversu margir hefðu sent inn athugasemd. Hann lagði áherslu á að það væri mikilvæg leið til að hafa áhrif á það hvernig gangverk kerfisins þróaðist. Hann sagði enn tíma til stefnu hvað það varðaði og skoraði á fundargesti að kynna sér málin og senda yfirvöldum ábendingar og athugasemdir um það sem betur mætti fara í áætluninni því það væri hin lýðræðislega leið. Óli Björn lagði áherslu á að þjónusta við aldraða væri mikilvægur hluti heilbrigðiskerfisins og það væri stórkostleg sóun á almannafé að vista aldraða sem þyrftu á sérhæfðri þjónustu að halda á spítölum þegar ekki tekst að styrkja heilsugæsluna, hjúkrunar- og dvalarheimilin og heimaþjónustu. Hann sagðiframundanað fjölga hjúkrunarrýmum um 400 á næstu árum og þar af með nýbyggingu 260, einkum á landsbyggðinni þar sem biðlistarnir væru lengstir.
Undirmönnunleiðir til aukins álags
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir frá Samfylkingu lagði eins og aðrir frummælendur áherslu á hve mikilvægur hlekkurSFVværi í heilbrigðisþjónustu við landsmenn. Hún sagði Samfylkinguna leggja áherslu á gjaldfrjálsa þjónustu velferðarkerfisins sem yrði innleidd í áföngum, styrkingu Landspítalans, fjölgun hjúkrunarrýma ásamt hækkun á daggjaldagreiðslum til þeirra. Hún sagði gjaldfrjálsa þjónustu vel framkvæmanlega, ekki síst nú þegar vel áraði í þjóðarbúskapnum. Sigríður Ingibjörg sagði að þegar vantaði 30% upphæðarinnar sem ríkið greiddi í daggjöld til hjúkrunarheimila leiddi það fyrst og fremst til undirmönnunar og þar með aukins álags á starfsfólkið sem fyrir er, þar sem konur væru í miklum meirihluta.
Hjúkrunarheimilin eru heimili fólks
Kolbeinn ÓttarssonProppéfrá Vinstri grænum tók undir með Samfylkingu að gjaldfrjáls þjónusta í heilbrigðiskerfinu væri velframkvæmanleg. Hann sagði afar mikilvægt fyrir kjósendur að horfa til orða og efnda þeirra sem sætu við völd hverju sinni. Á því tilliti hefðu núverandi stjórnarflokkar ekki staðið sig sem skyldi við endurreisn velferðarkerfisins öfugt við vinstri stjórnina sem sat á undan. Þegar skoðuð væru útgjöld til heilbrigðismála í tíð núverandi ríkisstjórnar kæmi í ljós að á árunum 2014-2015 hefðu þau lækkað að raungildi miðað við verga þjóðarframleiðslu. Þá sagði Kolbeinn aðVGgerði skýran mun á sjálfseignarstofnunum og einkafyrirtækjum á heilbrigðissviði sem greiddu eigendum sínum arð. Starfsemi síðarnefndu fyrirtækjanna stydduVGekki. Hann lagði áherslu á að auka þyrfti framlög til heilbrigðismála, ekki síst til hjúkrunarheimila sem séu heimili fólks.
Allir sammála um þörf fyrir aukin framlög
Að síðustu tók Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra og fulltrúi Framsóknarflokksins, til máls. Hún sagði mikilvægt að leggja áherslu á forgangsröðun verkefna, þar sem ofarlega á blaði væri þörfin fyrir fleirihjúkrunarrými. Þess vegna hefði um 1,5 milljarði verið bætt við í þann málaflokk auk framlaga vegna lífeyrisskuldbindinga hjúkrunarheimilanna. Þetta væriáfangasigurog Framsóknarflokkurinn ætlaði sér að halda áfram á sömu braut og halda áfram við auknu fé í heilbrigðiskerfið. Hún tók undir með þeim sem vöruðu við stuðningi við einkarekin fyrirtæki á heilbrigðissviði þar sem tekinn væri út arður. Eygló sagði ljóst í sínum huga að allir væru sammála um að auka þyrfti framlög til velferðarmála, þar á meðal til aðildarfélagaSFV.
Spurt og svarað
Að loknumframsögumspunnust nokkrar umræður þar sem svarað var spurningum úr sal, m.a. um auðlindagjöld og fjármögnun gjaldfrjálsrar heilbrigðisþjónustu. Í máli fulltrúa Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Samfylkingar og Vinstri grænna kom fram að slík fjármögnun þyrfti að byggja á réttlátri arðgreiðslu landsmanna af þjóðarauðlindunum, réttlátri skattheimtu þar sem hinir ríku greiddu hærri skatta en einnig á gjaldtöku af ferðamönnum. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins lagði áherslu á að gæta þyrfti aðríkisútgjöldumog ljóst væri að tillögur vinstriflokkanna gæti þýtt aukin útgjöld um 90 milljarða króna sem væri meira en ríkissjóður réði við um þessar mundir. EyglóHarðardóttirlagði áherslu á að samkvæmt öllum mikilvægustu mælikvörðunum væri íslenska heilbrigðiskerfið eitt það besta í heiminum, hvort sem litið væri til mæðradauða,lífslíknafæddra barna og sjúklinga að lokinni krabbameinsmeðferðar eða þegar litið væri til lífaldurs almennings sem væri einn sá hæsti í heiminum. Hún sagði mikilvægt að líta til þessara staðreynda ogÍslendingarættu fyrst og fremst að keppa við sjálfa sig í því markmiði að bæta kerfið því það væri einfaldlega ekki við aðrar þjóðir að keppa.
Að loknum umræðum var málþinginu slitið um kl. 15.30, en alls sátu fundinn um eitt hundrað og fimmtíu manns.