Fréttir og tilkynningar

Áhugaverður fundur um gæðavísa

NOTKUN GÆÐAVÍSA Á HJÚKRUNARHEIMILUM

 

Samtök fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu (SFH) og Embætti landlæknis boða til sameiginlegs fræðslu- og umræðufundar um notkun gæðavísa á hjúkrunarheimilum.

Fundurinn er hugsaður fyrir stjórnendur á hjúkrunarheimilum og eru allir sem tengjast notkun RAI-mats og gæðavísa, sérstaklega hvattir til að mæta.

 

Mánudagur 28. nóvember 2011

Kl. 13:00 – 16:00

Hátíðarsalur hjúkrunarheimilisins Grundar

 

DAGSKRÁ

13:00-13:10    Setning fundar

Gísli Páll Pálsson, formaður SFH

13:10-13:30    Gæðavísar – til hvers?

Sigríður Egilsdóttir og Laura Scheving Thorsteinsson verkefnisstjórar á sviði eftirlits og gæða hjá Embætti landlæknis

13:30-14:20    Viljum við vita hvaða hjúkrunarheimili standa sig best?

Kynning á aðferðum sem hægt er að nota til að bera saman gæði á hjúkrunarheimilum með RAI gæðavísum

Ingibjörg Hjaltadóttir, PhDc, hjúkrunarfræðingur á Lyflækningasviði Landspítala

 

14:20-14:40 Kaffihlé

 

14:40-15:10    Vinnuhópar um gæðavísa

Þátttakendum verður skipt í vinnuhópa. Hver hópur fær spurningu til að vinna með og skila af sér niðurstöðu í lok fundar. Spurningarnar sjálfar verða kynntar á fundinum en þær geta verið eins og „Er rétt að birta gæðavísa hjúkrunarheimila opinberlega?“

15:10-16:00    Stuttar kynningar á niðurstöðum vinnuhópa og samantekt

 

Fundarstjóri:  Anna Björg Aradóttir, yfirhjúkrunarfræðingur og sviðsstjóri sviðs Eftirlits og gæða hjá Embætti landlæknis

 

Þátttaka á fundinum:

Mikilvægt er að allir þátttakendur skrái sig á fundinn fyrirfram. Þannig verður hægt að skipta þátttakendum í vinnuhópa fyrir fundinn og velja saman fólk í vinnuhópa með ólíkan bakgrunn til að tryggja fjölbreytta umræðu.

 

Skráning:

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku FYRIR FIMMTUDAGINN 24. NÓVEMBER

á netföngin ardishulda@hrafnista.is eða sigridur@grund.is