Eftirfarandi ályktanir voru lagðar fram og samþykktar á aðalfundi Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu í dag 12. apríl 2021
Annars vegar lýsir SFV yfir miklum áhyggjum af því að ekki hafi borist svör frá stjórnvöldum við fjármögnun breytinga á vinnutíma vaktavinnufólks sem eiga að taka gildi þann 1. maí nk.
„Aðalfundur SFV skorar á stjórnvöld að bregðast við þessari stöðu strax.“
Hins vegar gerir aðalfundur SFV athugasemdir við að skýrsla starfshóps um greiningu rekstrarkostnaðs hjúkrunarheimila hafi ekki enn verið gefin út vegna athugasemda heilbrigðisráðuneytisins við lokaútgáfu skýrslunnar.
„Aðalfundur SFV gerir athugasemdir við að ráðuneytið reyni að hafa áhrif á skýrslugerðina með þessum hætti og skorar á ráðuneytið að láta skýrsludrög starfshópsins standa óbreytt og gefa hana út nú þegar.“