Fréttir og tilkynningar

Ályktun

Félagsfundur Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu haldinn 3. desember 2013 skorar hér með á fjármála- og efnahagsráðherra að veita fjármunum til sjálfstætt starfandi heilbrigðisstofnana með sambærilegum hætti og veitt var til ríkisstofnana í „jafnlaunaátaki“ fyrr á árinu, svo ekki skapist launamisvægi innan sömu starfsstétta sem sinna heilbrigðisþjónustu.

Fundurinn undrast þá stefnubreytingu sem orðið hefur hjá stjórnvöldum varðandi launakjör starfsfólks í heilbrigðis- og velferðarstéttum og óskar eftir rökstuðningi fyrir því af hverju starfsfólk öldrunarheimila og annarra sjálfstætt starfandi heilbrigðisstofnana eigi að vera lægra launað en starfsfólk annarra heilbrigðisstofnana.

Fundurinn leggur áherslu á að ofangreindar stofnanir eru fjármagnaðar af fjárframlögum ríkisins og starfsfólk þeirra fylgir þeim launum sem eru hjá hinu opinbera og því ætti jafnlaunaátakið einnig að ná til þeirra.

Við gerð komandi kjarasamninga verður mjög erfitt fyrir þessar stofnanir að hefja viðræður um gerð kjarasamninga ef sambærilegum störfum hjá ríkisstofnunum er hærra raðað til launa.

Til að forðast uppnám á þessum stofnunum er því mjög mikilvægt að jafnlaunaátakið verði útfært tímanlega með þeim hætti að fólk í sambærilegum störfum sitji við sama borð.

Reykjavík, 3. desember 2013.