Aðalfundur SFV fór fram þann 27. apríl 2023 og tók stjórn samtakanna breytingum á fundinum.
Ný framboð til stjórnarsetu voru tvö að þessu sinni og hlutu þau Eybjörg Helga Hauksdóttir frá Eir, Hömrum og Skjóli og Pétur Magnússon frá Reykjalundi endurhæfingu kosningu ásamt öðrum stjórnarmönnum sem höfðu gefið kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu.
Vilborg Gunnarsdóttir frá Alzheimersamtökunum og Sigurður Rúnar Sigurjónsson frá Eir, Hömrum og Skjóli gáfu ekki kost á sér í stjórn að þessu sinni og er þeim þakkað fyrir ómetanlegt starf í þágu samtakanna í gegnum tíðina.
Stjórn SFV er nú svo skipuð:
Stjórnarformaður:
María Fjóla Harðardóttir, Hrafnistuheimilunum
Stjórnarmenn:
Ásgerður Th. Björnsdóttir, SÁÁ
Eybjörg Helga Hauksdóttir, Eir, Hömrum og Skjóli
Halla Thoroddsen, Sóltúni öldrunarþjónustu (Sólvangi og Sóltúni Heima)
Karl Óttar Einarsson, Grundarheimilunum
Kjartan Kjartansson, Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimili
Pétur Magnússon, Reykjalundi endurhæfingu
Ársskýrsla SFV
Fyrir aðalfundinn var jafnframt gefin út ársskýrsla samtakanna fyrir starfsárið 2022-2023 en þar er fjallað er um helstu atriði úr starfi SFV á starfsárinu. Ársskýrsluna má skoða á eftirfarandi hlekk: