Fréttir og tilkynningar

Breytingar á stjórn SFV

Aðalfundur Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu var haldinn þann 12. apríl 2021 og fór að þessu sinni fram í gegnum fjarfundabúnað vegna þeirra samkomutakmarkana sem í gildi eru vegna COVID-19.

Anna Birna Jensdóttir frá Sóltúni gaf ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu eftir sex ár í stjórn SFV og er henni þakkað innilega fyrir vel unnin og óeigingjörn störf í þágu samtakanna í gegnum tíðina.

Ragnar Sigurðsson frá Hjúkrunarheimilum Fjarðarbyggðar hætti einnig í stjórn SFV eftir árs stjórnarsetu og er honum jafnframt þakkað kærlega fyrir hans góða framlag í þágu samtakanna.

Ný framboð til stjórnarsetu voru tvö, Halla Thoroddsen framkvæmdastjóri hjúkrunarheimilisins Sólvangs og Vilborg Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Alzheimersamtakanna gáfu kost á sér í stjórn samtakanna og hlutu þær kosningu ásamt öðrum stjórnarmönnum sem höfðu gefið kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu.

Stjórn SFV er nú svo skipuð:

Stjórnarformaður:

Gísli Páll Pálsson, Grundarheimilunum

Stjórnarmenn:

Ásgerður Th. Björnsdóttir, SÁÁ

B. Bjarki Þorsteinsson, Brákarhlíð

Halla Thoroddsen, Sólvangi

María Fjóla Harðardóttir, Hrafnistu

Sigurður Rúnar Sigurjónsson, Eir / Skjóli / Hömrum

Vilborg Gunnarsdóttir, Alzheimersamtökunum

Ársskýrsla SFV

Á aðalfundinum var jafnframt kynnt ársskýrsla samtakanna fyrir starfsárið 2020-2021 en þar er fjallað er um helstu atriði úr starfi SFV á starfsárinu. Ársskýrsluna má skoða á eftirfarandi hlekk:

Ársskýrsla SFV 2020-2021