Fréttir og tilkynningar

Breyttar reglur um styrki vegna hjálpartækja fyrir íbúa á hjúkrunarheimilum

Í gær, 1. mars 2022, tóku gildi breytingar á reglum um styrki vegna hjálpartækja fyrir íbúa á hjúkrunarheimilum.

Í breytingunum felst að Sjúkratryggingar Íslands greiða nú styrki vegna tiltekinna hjálpartækja sem íbúar hjúkrunarheimila þurfa á að halda en áður þurftu hjúkrunarheimilin sjálf að útvega og greiða fyrir umrædd hjálpartæki. Þetta þýðir einnig að einstaklingur sem nýtir sér tiltekin hjálpartæki í heimahúsi getur nú haldið þeim hjálpartækjum ef hann flytur á hjúkrunarheimili.

Um breytingarnar er fjallað í tilkynningu á vefsíðu Stjórnarráðsins sem birt var í gær, 1. mars 2022:

„Sjúkratryggingar Íslands greiða nú styrki vegna tiltekinna hjálpartækja til íbúa hjúkrunarheimila sem áður hefur verið á hendi hjúkrunarheimilanna sjálfra að útvega og greiða fyrir. Þetta á t.d. við um tiltekin hjálpartæki vegna öndunarmeðferðar og blóðrásarmeðferðar, stoðtæki, stómahjálpartæki, göngugrindur, hjólastóla og fylgihluti með þeim og tölvur til sérhæfðra tjáskipta.“

„Markmið breytinganna er að bæta og auðvelda aðgengi íbúanna að hjálpartækjum. Að sama skapi léttir þetta kostnaði af rekstraraðilum hjúkrunarheimila sem nemur allt að 60 milljónum króna á ári.“

„Breytingin felur m.a. í sér að einstaklingur í heimahúsi sem nýtir sér tiltekin hjálpartæki líkt og hér um ræðir heldur þeim þegar hann flytur inn á heimilið, í stað þess að hjúkrunarheimilið útvegi honum önnur hjálpartæki í þeirra stað.“

Úr tilkynningu á vefsíðu stjórnarráðsins

Heilbrigðisráðherra hefur staðfest eftirfarandi reglugerðir þessa efnis með gildistöku frá og með 1. mars 2022: