Fréttir og tilkynningar

Dagur öldrunar – frestur til að skila inn ágripum.

Margar hendur vinna létt verk. 

Dagur öldrunar verður haldinn í 5. sinn fimmtudaginn 23. mars 2023 á Hótel Natura sem og á Zoom. Þema dagsins er „margar hendur vinna létt verk“ sem vísar til mikilvægis þverfaglegrar samvinnu og þess að þróa þjónustuna að þörfum þjónustuþega og samfélagsins.

Frestur til að skila inn ágripum af rannsóknum, gæðaverkefnum eða öðrum verkefnum sem tengjast þema dagsins er til 15. febrúar 2023. Ágrip skulu send á netfangið oldrunarhjukrun@gmail.com í samræmi við leiðbeiningar hér að ofan.