Dagur öldrunar verður haldinn í 6. sinn þann 14. mars 2024 á Hótel Natura. Dagskráin hefst kl. 8.30 og stendur fram eftir degi. Dagskráin er hér meðfylgjandi, en mörg fróðleg erindi er þar að finna sem snerta á flestum þáttum öldrunar.
Á þessari slóð er facebook viðburður Dags öldrunar.
Dagur öldrunar er skipulagður af Fagráði öldrunarhjúkrunar Landspítalans, Fagdeild öldrunarhjúkrunarfræðinga í FÍH og Félags íslenskra öldrunarlækna.