Dr. Mark Britnell, stjórnarformaður KPMG Global Health og höfundur verðlaunabókarinnar ,,In search of the perfect health system“ var staddur hér á landi í síðustu viku.
Dr. Britnell er reyndur stjórnandi úr breska heilbrigðiskerfinu og var m.a. forstjóri Háskólasjúkrahússins í Birmingham, sem er stærsta sjúkrahús Bretlands. Frá því að hann gekk til liðs við KPMG árið 2009 hefur hann veitt ráðgjöf til stjórnvalda og stjórnenda innan heilbrigðisgeirans í 60 löndum um allan heim.
SFV boðaði til félagsfundar með Dr. Britnell, í kjölfar morgunfundar hans hjá KPMG. Fulltrúum aðildarfélaga SFV bauðst þar einstakt tækifæri til að ræða nánar hugmyndir hans um íslenskt heilbrigðiskerfi sem og samanburð við slík kerfi í öðrum löndum. Fundurinn heppnaðist afar vel og var ákveðið að smella af mynd við þetta skemmtilega tilefni.