Fréttir og tilkynningar

Fræðsluefni og námskeið fyrir nýliða

Á vefnum Farsæl öldrun er vakin athygli á nýliðafræðslu sem er aðgengileg á opnum vef Landspítalans. Bent er á mikilvægi þess að hún sé aðgengileg allt árið, enda umtalsverð starfsmannavelta meðal starfsfólks í umönnun í öldrunarþjónustunni.

Námskeiðið samanstendur af upptökum af fræðslufyrirlestrum, glærum og handbók. Á vinnustaðnum þurfa að fara fram umræður við leiðbeinanda, leiðsögn og þjálfun. Ítarlegri upplýsingar er að finna á vef Farsællar öldrunar og á vef Landspítalans.  Þeim stofnunum eða öðrum sem kunna að hafa áhuga á að fá þetta kennsluhefti til afnota er velkomið að hafa samband í farsael.oldrun.thekking@gmail.com