Fréttir og tilkynningar

Fundargerð stjórnarfundar 19. janúar 2011

Fundargerð stjórnar SFH

miðvikudaginn 19. janúar kl. 09:00, 2011 í Boðaþingi

Mættir; Gísli Páll Pálsson, Jóhann Árnason, Pétur Magnússon, Margrét Á. Ósvaldsdóttir, Tryggvi Friðjónsson, Finnbogi Björnsson og Ásgerður Th. Björnsdóttir. 

  1. Fjárhagsáætlun 2011 og ársreikningur 2010. Gjaldkeri lagði fram reikninga fyrir árið 2010 og áætlun fyrir árið 2011. Í reikningum árisns 2010 kemur m.a. fram að öll aðildarfélög hafi greitt árgjaldið. Rekstrarhalli er á árinu sem rekja má til þess að kostnaður vegna ráðstefnu frá 2009 fellur á árið 2010. Í áætlun fyrir árið 2011 er gert ráð fyrir sömu árgjöldum og áður og sama reikniaðferð notuð. Fundarmenn lýstu ánægju sinni með vinnubrögð gjaldkera.
  2. Lífeyrisskuldbindingar. Formaður sagði engar breytingar í stöðunni. Pétur telur til mikils að vinna ef möguleiki væri á að stoppa greiðslur. Jóhann ætlar að taka málið upp á fundi sem FSÍÖ á með ráðherra í næstu viku. Samþykkt að óska eftir fundi með velferðarráðherra og einnig með fjármálaráðherra.
  3. Launabætur. Gjaldkeri lagði fram lista frá Hermanni yfir launabætur fyrir árið 2010 vegna kjarasamnings sjúkraliða. Á listann vantar Sjálfsbjörgu, HNLFÍ, Mörk, hjúkrunarheimili og SÁÁ, gjaldkeri mun skoða málið.
  4. Trúnaðarlæknir SFH – tvö tilboð. Formaður lagði fram tilboð frá Valgeiri dags. 18. janúar s.l. Samþykkt að stjórn aðhafist ekkert frekar að svo stöddu en formaður sendi tilboðin á aðildarfélög. Pétur sagðist hafa áhuga á að fá upplýsingar um veikindaprósentu aðildarfélaga. Samþykkt að Pétur sendi tillögu um framkvæmd mælinga innan SFH. Einnig kom fram hugmynd um að taka mætti verkefnið lengra og mæla með því fyrir meistararitgerð í háskólunum.
  5. Ráðstefna – undirbúningur. Samþykkt að fresta ráðstefnunni til haustsins.
  6. Öflun nýrra félaga. Rætt hvort sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar og svipuð starfsemi ætti samleið með SFH. Fundarmenn sammála að slík starfsemi væri of ólík SFH. Formaður og Finnbogi munu vinna áfram að málinu.
  7. Aðalfundur. Samþykkt að halda fundinn 11. apríl kl. 14:00. Reyna á að fá góðan ræðumann á fundinn.
  8. Erlend samskipti. Formaður dreifði svörum frá stofunum í Finnlandi og Tékklandi varðandi fjármögnun hjúkrunarheimila í Evrópu. Jóhann sagði að Anna Lilja Þórisdóttir blaðamaður hjá Morgunblaðiðnu hefði hug á að taka þessar upplýsingar saman, spurning um að koma bréfunum til hennar.
  9. Önnur mál. Formaður dreifði bréfi dags. 3. janúar 2011 þar sem SFH lýsir yfir stuðningi við að Sóltún eigi samstarf við Association of Social care prociders, Czech. Rep. Pétur sagði að það liti út fyrir að þær stofnanir sem heyrðu undir félagsmálaráðuneytið fyrir jól hafi bara þurft að fækka rýmum en ekki þær stofnanir sem heyrðu undir heilbrigðisráðuneytið. Samþykkt að spyrja Hermann um málið. Komi í ljós að munur á milli ráðuneyta verði skrifuð grein um málið.

.

Fundinn ritaði: Ásgerður Th. Björnsdóttir

 

Næsti fundur mánudaginn 14. febrúar kl. 09:00 í Seljahlíð