Fréttir og tilkynningar

Grein í Morgunblaðinu eftir formann SFV

Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu, ásamt Sambandi íslenskra sveitarfélaga, hófu í ársbyrjun viðræður við Sjúkratryggingar Íslands um gerð rammasamnings fyrir þjónustu í dagdvalarrýmum. 


Stjórnarformaður SFV skrifaði grein um málið sem birtist í Morgunblaðinu þann 15. júní sl. Eins og þar kemur fram vantar um 30% – 40% upp á að greiðslur ríkisins standi undir þeim kröfum sem gera á til þjónustunnar.