Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu hafa ráðið Gunnhildi Erlu Kristjánsdóttur hdl. til starfa hjá samtökunum.
Meginverkefni Gunnhildar verður að aðstoða tiltekin aðildarfélög innan SFV við að undirbúa og aðlaga starfsemi félaganna að nýrri persónuverndarlöggjöf sem kemur til framkvæmda árið 2018.
Gunnhildur er með BA gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík og lauk meistaraprófi í lögfræði frá sama skóla árið 2008. Hún fékk lögmannsréttindi árið 2011.
Síðustu sex ár hefur Gunnhildur starfað sem héraðsdómslögmaður hjá Libra lögmönnum, en áður starfaði hún m.a. sem lögfræðingur hjá skilanefnd Landsbankans og innan regluvörslu Landsbankans í Lúxemborg.
Gunnhildur mun hefja störf hjá samtökunum í byrjun desember nk.
Stjórn og starfsfólk SFV bjóða Gunnhildi velkomna til starfa.