Skilgreining
Bæklunarskór tilheyra yfirflokknum 06 Stoðtæki (spelkur, gervilimir og bæklunarskór) og gervihlutar aðrir en gervilimir.
Það sem um ræðir eru tilbúnir bæklunarskór, sérsmíðaðir skór og sérsmíðaðir hálftilbúir skór.
Hvað þarf að hafa í huga þegar sótt er um bæklunarskó?
- Styrkhlutfall SÍ er 90% og að hámarki 2 pör á ári.
- Sjúkratryggingar Íslands hafa með samningum viðurkennt ákveðin fyrirtæki til að smíða og selja bæklunarskó
- Með samþykki Sjúkratrygginga Íslands á umsókn um styrk til kaupa á bæklunarskóm getur umsækjandi ákveðið sjálfur við hvert af þeim fyrirtækjum sem hafa samning við SÍ hann skiptir
- Við fyrstu umsókn er greitt fyrir tvö pör, síðan eitt par á ári. Hægt er að fá eitt auka par á ári ef fætur eru mjög afmyndaðir og einstaklingurinn er mjög virkur
Afhending hjálpartækis
Umsækjandi snýr sér til þess fyrirtækis sem hann kýs að skipta við og fyrirtækið fær greiðslu frá stofnuninni sem nemur andvirði styrksins. Ef umsækjandi kaupir dýrari skó en nemur fjárhæð styrksins greiðir hann fyrirtækinu mismuninn.
Nafnabreyting
Ekki er sótt um nafnabreytingu á bæklunarskóm.