Skilgreining

Gervibrjóst og brjóstahöld tilheyra yfirflokknum 06 Stoðtæki (spelkur, gervilimir og bæklunarskór) og gervihlutar aðrir en gervilimir

Það sem um ræðir eru gervibrjóst/gervifleygar og sérstyrkt brjóstahöld vegna brjóstmissis/uppbyggingar á brjósti/brjóstum kvenna.

Hvað þarf að hafa í huga þegar sótt er um gervibrjóst eða brjóstahöld?

  • Styrkhlutfall SÍ við gervibrjóst er 100%.
  • Við brjóstnám tekur SÍ þátt í kostnaði við tvö brjóst á fyrsta ári og eitt brjóst á ári eftir það
  • Við brjóstnám á báðum brjóstum tekur SÍ þátt í kostnaði við fjögur brjóst fyrsta árið og tvö á ári eftir það
  • SÍ veitir styrk til kaupa á tveimur sérstyrktum brjóstahöldum vegna uppbyggingar brjósts/brjósta eftir brjóstnám. Styrkupphæðin er samkvæmt verðkönnun

Umsóknarferlið

Fyrsta vottorð frá krabbameinslækni þarf að liggja fyrir við fyrstu úthlutun. Við endurnýjun er m.a hægt að fara til byrgja og þá þarf ekki læknisvottorð, nema það hafi orðið breyting á sjúkdómi, þá getur SÍ krafist frestunar á afhendingu og beðið um nýtt læknisvottorð. Einnig getur annar heilbrigðisstarfsmaður eða fagaðili sótt um endurnýjun.

Nafnabreyting

Gervibrjóst flokkast sem einnota hjálpartæki og ekki er hægt að sækja um nafnabreytingu.