Skilgreining

Gerviútlimir tilheyra yfirflokknum 06 Stoðtæki (spelkur, gervilimir og bæklunarskór) og gervihlutar aðrir en gervilimir.

Það sem um ræðir eru gervihandleggir og liðir, gervifótleggir, gripáhöld fyrir gervihandleggi, hulsur, útlitshanskar fyrir gervihendur og viðgerðir.

Hvað þarf að hafa í huga þegar sótt er um gerviútlimi?

  • Sjúkratryggingar greiða 100% kostnaðar við gerviútlimi á 12 mánaða tímabili, í því felst einn gervilimur, tvær innri hulsur og ein hörð/ytri hulsa.
  • Fyrstu 2 viðgerðir eru greiddar að fullu, eftir það 70%.

Afhending á hjálpartæki

Viðkomandi fyrirtæki bera ábyrgð á afhendingu umsaminna stoðtækja.

Nafnabreyting

Gerviútlimir eru ekki endurnýtanleg hjálpartæki og því ekki hægt að gera nafnabreytingu.