Skilgreining

Ferlihjálpartæki og hjálpartæki við flutning (1206).

Styrkhlutfall

Styrkhlutfallið er 100%.

Hvað þarf að hafa í huga þegar sótt er um göngugrindur?

  • Mat sérfræðings s.s. iðjuþjálfa eða sjúkraþjálfara þarf að liggja fyrir

Afhending hjálpartækis

Afhending fer ýmist frá lager SÍ eða þeim söluaðilum sem viðkomandi göngugrind er pöntuð frá.

Nafnabreyting

Göngugrindur eru með skilaskyldu til SÍ að notkun lokinni en hægt er að sækja um nafnabreytingu ef annar íbúi á hjúkrunarheimilinu getur nýtt hana. Þá er gerð ný umsókn um hjálpartækið á kennitölu þess sem á að fá göngugrindina, þar kemur einnig fram kennitala þess sem var með hana og númer stirkamerkis ef það er til staðar.