Skilgreining

Hárkollur tilheyra yfirflokknum 06 Stoðtæki (spelkur, gervilimir og bæklunarskór) og gervihlutar aðrir en gervilimir.

Það sem um ræðir eru hárkollur og/eða sérsniðin höfuðföt, gerviaugabrúnir, augnhár eða húðflúr.

Hvað þarf að hafa í huga þegar sótt er um?

  • Styrkur SÍ er 100%, 1 sinni á ári, að hámarki 94.000 kr., sbr. það sem kemur fram hér að neðan
  • Þegar um varanlegt hárleysi vegna krabbameinsmeðferðar eða innkirtlameðferðar er að ræða, eða útbreiddan langvarandi blettaskalla í meira en eitt ár þá styrkja Sjúkratryggingar Íslands kaup á:
    • hárkollum
    • sérsniðnum höfuðfötum
    • gerviaugabrúnum/húðflúr
    • augnhárum/húðflúr
  • Hámarksstyrkur vegna sérsniðins höfuðfats er samkvæmt verðkönnun
  • Húðflúr er einungis samþykkt hjá viðurkenndum snyrtistofum
  • Styrkur til kaupa á hárkollu er ekki veittur þegar um venjulegan karlmannaskalla er að ræða

Afhending á hjálpartæki

Þau hjálpartæki sem ekki er hægt að nálgast í apótekum eru send til einstaklings á landsbyggðinni honum að kostnaðarlausu og skilað á sama hátt. Á höfuðborgarsvæðinu sjá hjúkrunarheimili um flutning á hjálpartækjum til sinna heimilismanna.

Nafnabreyting

Ekki er sótt um nafnabreytingu á persónuleg hjálpartæki eins og hárkollum.