Hvaða hjálpartækjaflokka er um að ræða?

  • Hjálpartæki til öndunarmeðferðar (04 03, að undanskildum öndunarmæli 04 03 30)
  • Hjálpartæki við blóðrásarmeðferð (04 06)
  • Stoðtæki (06)
  • Stómahjálpartæki (09 15  og  09 18)
  • Göngugreindur (12 06)
  • Hjólastólar og fylgihlutir fyrir hjólastóla (12 22,  12 23 06  og  12 24)
  • Tölvur til sérhæfðra tjáskipta (22 33 03)

 

Einstaklingar í skammtímadvöl á hjúkrunarheimili

Ef einstaklingar í skammtímadvöl á hjúkrunarheimili eru með gildandi innkaupaheimild fyrir einnota vörum (t.d. stómavörum), þá gildir hún á meðan þeir eru í skammtímadvöl (sem er að hámarki í 6 vikur).

Hvað þarf alltaf að hafa í huga þegar sótt er um hjálpartæki fyrir íbúa á hjúkrunarheimili?

  1. Hjálpartæki eru styrkt ef einstaklingurinn þarf að nota þau í 3 mánuði eða lengur.
  2. Rökstyðjið vel þörf einstaklingsins fyrir hjálpartækinu.
  3. Fyrsta umsókn um hjálpartæki:
    • skrá upplýsingar um sjúkdómsgreiningar og sjúkrasögu
    • umsögn og/eða færnimat heilbrigðisstarfsmanns nauðsynlegt.
  4. Sjúkratryggingar Íslands veita innkaupaheimildir sem gilda ýmist í eitt, fimm eða tíu ár eftir atvikum hverju sinni vegna einnota hjálpartækja (t.d. stómavörur).
    • Innkaup hverju sinni skulu aldrei vera meiri en sem nemur þriggja mánaða notkun (t.d. stómavörur).
  5. Skilaskylda er á hjálpatækjum og þeim ber að skila til Sjúkratrygginga Íslands þegar einstaklingurinn þarf ekki lengur á þeim að halda. Hægt er að sækja um nafnabreytingu á ýmsum hjálpartækjum ef annar einstaklingur er í þörf fyrir þau og getur nýtt þau.
  6. Sækið um aðgang að Gagnagátt sjúkratrygginga Íslands til þess að geta fylgst með svarbréfum um ákvörðun Sjúkratrygginga og réttindum einstaklings (t.d. innkaupaheimildir).
  7. Þátttaka Sjúkratrygginga Íslands í greiðslu á hjálpartæki getur verið mismunandi, á bilinu 50% og upp í 100%.