Skilgreining

Handknúnir hjólastólar (1222), rafknúnir hjólastólar (1223), aukahlutir fyrir hjólastóla (1224) og viðgerðir.

Styrkhlufall

Styrkhlutfall SÍ er í öllum tilvikum 100%.

Hvað þarf að hafa í huga þegar sótt er um hjólastóla?

  • Tegund hjólastóls fer eftir færni og virkni viðkomandi
  • Einfaldir hjólastólar eru almennt frekar fyrir þá sem eru ekki eins virkir t.d. aldraða á dvalarstofnunum
  • Gátlistar fylgja umsóknum um hjólastóla

Afhending hjálpartækis

Þau fyrirtæki sem hafa samning við SÍ vegna hjólastóla bera ábyrgð á afhendingu þeirra.

Nafnabreyting

Hjólastólar eru með skilaskyldu til SÍ að notkun lokinni en hægt er að sækja um nafnabreytingu ef annar einstaklingur á hjúkrunarheimilinu getur nýtt hann. Þá er gerð ný umsókn um hjálpartækið á kennitölu þess sem á að fá hjólastólinn, þar kemur einnig fram kennitala þess sem var með hjólastólinn og númer stirkamerkis ef það er til staðar.