Skilgreining

Hjálpartæki til öndunarmeðferðar tilheyra yfirflokknum 04 Hjálpartæki til meðferðar og þjálfunar og undirflokknum 0403 Hjálpartæki við öndunarmeðferð.

Hvað styrkja Sjúkratryggingar Íslands til íbúa á hjúkrunarheimilum?

  • Súrefni á þrýstihylkjum
  • Súrefnissíur og fylgihluti
  • Innúðavélar
  • Viðgerðir á fylgihlutum
  • CPAP-, BIPAP- og rúmmálsstýrðra öndunarvélar
    • skiptanlega fylgihluti og rekstrarvörur fyrir vélarnar ásamt þjónustu

Innkaupaheimild

Veitt er innkaupaheimild vegna fylgihluta við öndunarhjálpartæki, þ.e. fylgihluti fyrir öndunarvélar, sogtæki og hóstavélar.

Styrkhlutfall

Styrkhlutfallið er 70-100%.

Hvað þarf að hafa í huga þegar sótt er um súrefnisvélar og súrefnisbúnað?

  • Hafa þarf samband við súrefnismeðferð LSH þegar búið er að senda inn umsókn um hjálpartækið
  • Ef viðkomandi er með súrefnisvél frá SÍ, þá er nóg að panta ferðasúrefniskútana frá súrefnisþjónustunni og ekki þarf að sækja sérstaklega um þá

Samningar við Sjúkratryggingar Íslands

  • Öndunarvélar (CPAP, BIPAP og rúmmálsstýrðar öndunarvélar).   Gildistími frá 01.01.2000 ótímabundið    –    Lungnadeild Landspítala háskólasjúkrahúss
  • Súrefni og súrefnissíur.   Gildistími 01.06.2023 – 31.05.2025   –   Linde ehf.
  • Súrefnissíur, litlar, léttar og hreyfanlegar.   Gildistími 01.06.2023 – 31.05.2025   –   Donna ehf. og Linde ehf
  • Súrefnisþjónusta.    Gildistími  frá 01.07.2017 ótímabundið   –   Lungnadeild Landspítala háskólasjúkrahúss

Nafnabreyting

Ekki er æskilegt að óska eftir nafnabreytingum á öndunarhjálpartækjum þar sem það þarf að yfirfara þau og meta áður en nýr einstaklingur fær tækið og sótthreinsa þau. Best er því að skila tækjum inn til SÍ ef einstaklingur þarf ekki að nota þau lengur. Og sækja um nýtt tæki fyrir hvern einstakling fyrir sig.