Skilgreining
Spelkur tilheyra yfirflokknum 06 Stoðtæki (spelkur, gervilimir og bæklunarskór) og gervihlutar aðrir en gervilimir.
Það sem um ræðir eru spelkur fyrir hrygg, fyrir efri útlimi (fingur, hendur, úlnlið, olnboga, axlir, upphandleggi), fyrir neðri útlimi (ökkla, hné, fótleggi, mjaðmir, spelkusokkar) og viðgerðir á spelkum.
Hvað þarf að hafa í huga þegar sótt er um spelkur?
- Greiðsluhlutfall er 70% eða 100% eftir alvarleika og tímalengd notkunar.
- Samþykkt slysamál eru greidd 100%.
- Fyrstu 2 viðgerðir eru greiddar að fullu, eftir það 70%.
Afhending á hjálpartæki
Viðkomandi fyrirtæki ber ábyrgð á afhendingu umsaminna stoðtækja.
Nafnabreyting
Spelkur eru ekki endurnýtanleg hjálpartæki og því ekki hægt að gera nafnabreytingu.