Skilgreining
Hjálpartæki vegna barkaskurðar (09 15) og stómahjálpartæki (09 18).
Styrkhlutfall
Styrkhlutfallið er 100% vegna stómapoka og stómaplatna.
Styrkhlutfall er 100% vegna neðangreindra fylgihluta fyrir stóma:
- Næturþvagpoki
- Stómafestibúnaður
- Stómaþéttibúnarður
- Stómaklemmur og lykteyðandi efni.
Styrkhlutfall er 70% vegna neðangreindra fylgihluta fyrir stóma:
- Stómaskolunarsett
- Stómatæmibúnaður
- Hlífðarpokar fyrir stómapoka
- Grisjur vegna stóma
- Þrýstingsbuxur vegna stóma
Hvað þarf að hafa í huga þegar sótt er um stómahjálpartæki?
- Innkaupaheimild er veitt fyrir samþykktar vörur og gildir hún eftir atvikum í eitt, fimm eða tíu ár.
- Einstök kaup notenda skulu miðast við mest þriggja mánaða birgðir.
Umsóknarferlið
- Byrja á því að kanna hvort viðkomandi sé með virka heimild fyrir hjálpartækjum frá SÍ. Ef viðkomandi er með virka heimild þá getur pöntunarferlið hafist.
- Ef viðkomandi er ekki með virka heimild þarf að senda inn umsókn fyrir hann í gegnum sjúkragátt SÍ áður en hægt er að panta vörur fyrir hann.
- Ef viðkomandi er með virka innkaupaheimild fyrir stómavörum er hringt í birgjann og vörur pantaðar.
Afhending
Pantanir eru sendar viðkomandi íbúa á heimilisfang hjúkrunarheimilis. Vörurnar eru merktar íbúanum en að öðru leyti eru vörurnar afgreiddar með þeim hætti að það brjóti ekki trúnað gagnvart honum. Starfsmaður hjúkrunarheimilis þarf að kvitta fyrir móttöku vörunnar.
Nafnabreyting
Um einnota hjálpartæki er að ræða og því er ekki gerð nafnabreyting.