Skilgreining

Þrýstingssokkar tilheyra yfirflokknum 04 Hjálpartæki til meðferðar og þjálfunar og undirflokknum 0406 Hjálpartæki við blóðrásarmeðferð.

Styrkhlutfall og tíðni

Styrkhlutfall er 70% og er að hámarki hægt að sækja um 3x á ári.

Hvað þarf að hafa í huga þegar sótt er um þrýstingssokka?

  • Í tilviki fyrstu umsóknar um þrýstingssokka skal umsögn læknis ætíð fylgja. Sjúkratryggingar Íslands geta áskilið að lagt sé fram vottorð sérfræðings um nauðsyn hjálpartækis.
  • Að hámarki eru samþykkt 3 pör af þrýstingssokkum á 12 mánaða tímabili, þrýstingur skal að lágmarki vera 18 mmHg. Það þarf að koma fram á reikningi til Sjúkratrygginga Íslands.
  • Aðeins er greitt fyrir þrýstingssokka vegna bjúgs af völdum bruna, langvinnra alvarlegra bláæða/sogæðavandamála eða langvarandi bjúgsöfnunar vegna lömunar.

Afhending á hjálpartæki

Stoðtækjafyrirtækið sendir hjúkrunarheimilinu þrýstingssokkana eða hjúkrunarheimilið sækir þá.

Nafnabreyting

Ekki er sótt um nafnabreytingu vegna þrýstingssokka.