Skilgreining
Tölvur sem eru hjálpartæki til tjáskipta vegna mjög mikilla örðugleika við munnleg og/eða skrifleg tjáskipti. Sérhæfð tjáskiptatæki geta verið tölvur, talgervlar, sérútbúnir rofar og augnstýribúnaður.
Styrkhlutfall
Styrkhlutfallið er 100%.
Hvað þarf að hafa í huga þegar sótt er um tölvur til sérhæfðra tjáskipta?
- Mat sérfræðings s.s. iðjuþjálfa verður að liggja fyrir (t.d. færnimat)
Umsóknarferlið
- Byrja þarf á að sækja um aðkomu sérfræðiteymisins (hjálpartækjanúmer ISO 211295). Með þessari umsókn þarf að fylgja gátlisti
- Einn úr sérfræðiteyminu hefur síðan samband við umsækjenda – mat fer fram út frá gátlistanum (gert í samráði við þann sem sækir um og verðandi notanda). Teymið sækir síðan um viðeigandi tæki fyrir umsækjandann/notandann.
Afhending
Seljandi afhendir starfsmanni sérfræðiteymisins tækin, sem kemur með þau og setur þau upp ásamt því að prófa/stilla þau.
Nafnabreyting
Það er hægt að sækja um nafnabreytingu á tækjunum en það þarf alltaf að fara í gegnum sérfræðiteymið.