Umsóknarferlið

Umsókn er send rafrænt í gegnum Gagnagátt eða Sögu sjúkraskrá af heilbrigðisstarfsmanni, hún þarf að innihalda:

  • Rökstuðning fyrir þörf á hjálpartæki út frá færni, fötlun og heilsu
  • Upplýsingar úr sjúkraskrá um sjúkdómsgreiningar (ICD númer) og sjúkrasögu þegar um fyrstu umsókn er að ræða
  • Læknisvottorð þarf vegna fyrstu umsóknar um stoð- og meðferðarhjálpartæki

 

Efni sem er hjálplegt vegna umsýslu hjálpartækja til skjólstæðinga

 

Umboðsveiting hjálpartækja

  • Til að einfalda og stytta umsóknarferlið með því að fagaðilar fái umboð til að úthluta einfaldari hjálpartækjum beint.
  • Með einfaldari hjálpartækjum er átt við þau hjálpartæki sem ekki krefjast mikillar séraðlögunar eins og sokkaífærur, griptangir, einfalda sturtustóla, baðkersbretti, göngugrindur, einfalda hjólastóla, stuðningsstangir, salernisupphækkanir, stuðningshandföng á rúm og svampsessur.
  • Með þessu móti er hægt að stytta biðtíma notenda eftir einföldum nauðsynlegum hjálpartækjum enn frekar.
  • Athugið að ekki er hægt að sækja um stoð- og meðferðartæki í gegnum umboðsveitingu.

Til að fá aðgang til að úthluta hjálpartækjum í gegnum umboðsveitingu þarf að vera viðstaddur/stödd stutt námskeið í gegnum TEAMS. Námskeiðið tekur um það bil eina og hálfa klukkustund.

Þeir sem hafa áhuga á að fá aðgang að umboðsveitingu hjálpartækja eru vinsamlega beðnir um senda póst á netfangið  hjalpart@sjukra.is.