Faraldur COVID-19 af völdum nýrrar kórónaveiru breiðist hratt út. Staðfest er að veiran smitast milli manna og að hún getur valdið alvarlegum veikindum. Sýkingin er nú farin að breiðast út innanlands. Í ljósi þessa hefur embætti ríkislögreglustjóra lýst yfir neyðarstigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna COVID-19.
- Embætti landlæknis og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hafa opnað nýja upplýsingasíðu um COVID-19
- Allar upplýsingar sem lúta að málinu eru einnig birtar á þessari vefsíðu Embættis landlæknis.
- Stöðuskýrslur vegna faraldursins eru birtar hér.
- SFV hafa óskað eftir fundi með sóttvarnalækni til að afla frekar upplýsinga um áhrif þess ef COVID – 19 kemur upp hjá íbúum hjúkrunarheimila, eins og sjá má í þessu bréfi.
- SFV sendu frá sér yfirlýsingu til hjúkrunarheimila vegna COVID- 19, en hana má finna hér.
- Á vinnustöðum getur verið nauðsynlegt að skrá niður lágmarksupplýsingar í tengslum við útbreiðslu COVID-19 veirunnar, í þeim tilgangi að hefta útbreiðslu hennar og til að tryggja öryggi og heilbrigði á vinnustað. Persónuvernd hefur gefið út leiðbeiningar til atvinnurekenda hvað þetta varðar.
- Frekari leiðbeiningar um persónuvernd og COVID-19
- Yfirlýsing frá SFV frá 19. mars 2020