Fréttir og tilkynningar

Heiða Björk hefur hafið störf sem lögfræðingur og formaður kjaranefndar SFV

SFV hafa ráðið Heiðu Björk Vignisdóttur í stöðu lögfræðings og formanns kjaranefndar samtakanna. 

Heiða Björk er með BA og meistarapróf í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík og hlaut málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi árið 2015.

Heiða Björk hefur mikla reynslu sem mun nýtast samtökunum og aðildarfélögum SFV vel en undanfarin ár hefur hún starfað sem lögfræðingur hjá OECD og Útlendingastofnun og þar áður við lögmennsku til fjölda ára.

Stjórn og starfsfólk SFV bjóða Heiðu Björk velkomna til starfa.