Fréttir og tilkynningar

„Heilmikið framfaraskref“; viðtal við varaformann SFV.

„Við heyrum loksins að það er verið að hlusta á okkur“

Viðtal við forstjóra Hrafnistuheimilanna og varaformann SFV í Fréttablaðinu þann 4. mars 2022. 

María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistuheimilanna og varaformaður SFV, ræddi við blaðamann Fréttablaðsins fyrir helgi um þær breytingar sem hafa átt sér stað á greiðslu hjálpartækja fyrir íbúa hjúkrunarheimila:

„Við náttúrulega erum að tala fyrir hönd okkar skjólstæðinga og teljum að þarna sé verið að fullnægja þeirra sjálfsagða rétt að fá þau hjálpartæki sem þau þurfa á að halda“

„Þetta er frábært skref en það sem við eigum eftir að gera er að skoða þetta almennilega og sjá hvað þetta þýðir. En í fljótu bragði litið er þetta heilmikið framfaraskref gagnvart þjónustunni til okkar íbúa“

Í viðtalinu lýsir María Fjóla einnig jákvæðum viðhorfsbreytingum stjórnvalda í garð hjúkrunarheimila:

„Það er svo ánægjulegt að sjá hversu velviljaður heilbrigðisráðherra er gagnvart hjúkrunarheimilum. Við heyrum loksins að það er verið að hlusta á okkur,“


Viðtalið má finna á vefsíðu Fréttablaðsins.