Fréttir og tilkynningar

Hjúkrunardeild fyrir COVID sjúklinga opnuð á Eir

Í gær var opnuð sérstök hjúkrunareining fyrir COVID sjúklinga á hjúkrunarheimilinu Eir. Um er að ræða tímabundna ráðstöfun.

Deildin er einkum hugsuð sem sérstakt úrræði fyrir íbúa á hjúkrunarheimilum sem veikjast af völdum Covid-19 og þurfa á sólarhringsumönnun að halda og einnig aldraða sem geta ekki haldið einangrun heima og þurfa umönnun.

Úr tilkynningu á vefsíðu stjórnarráðsins

Sjá nánar í frétt mbl.is um málið og á vef stjórnarráðsins.