Fréttir og tilkynningar

Horfumst í augu við raunveruleikann

Í nýlegri grein í Viðskiptablaðinu fjalla þau Halla Thoroddsen, forstjóri Sóltúns og Sigurjón Kjærnested, framkvæmdastjóri SFV, um nýkynnt áform heilbrigðisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra um nýtt kerfi í kringum húsnæðismál hjúkrunarheimila, þar sem boðað er fjölbreyttari aðkoma að bæði uppbyggingu og rekstri hjúkrunarheimila. Mikil þörf er fyrir uppbyggingu nýrra hjúkrunarheimila vegna breyttrar aldurssamsetningar þjóðarinnar og fjölgunar aldraðra og því tímabært að mótuð hafi verið stefna um uppbyggingu hjúkrunarheimila.