Fréttir og tilkynningar

Hugleiðing um hlutverk stjórna öldrunarheimila á Íslandi

rni_H_-_Copy

Mér datt í hug að skrifa nokkrar línur um hlutverk stjórna öldrunarheimila ( mér finnst við ættum að nóta orðið öldrunarheimili í stað öldrunarstofnunar).
 
Eins og þið vitið vafalaust öll breytist margt með nýjum stjórum/stýrum og það gerðis einmitt í Fjarðabyggð eftir kosningarnar 2006.
 
Á bæjarstjórnarfundi 6. mars 2008 samþykkti bæjarstjórn Fjarðabyggðar tillögu bæjarstjóra/stýru um skipan öldrunarþjónustunefndar.
Með skipan hennar féll úr gildi fyrri skipan stjórna hjúkrunarheimilana Hulduhlíðar og Uppsala en öldrunarþjónustunefnd tók við hlutverkum þeirra.
 
Þar með voru stjórnir Hulduhlíðar og Uppsala lagðar niður við lítinn fögnuð stjórnarmanna og okkar forstöðumanna heimilanna, en við Ósk fengum smá sárabót, við vorum skipuð í öldrunarþjónustunefnd sem áheyrnarfulltrúar með málfrelsi og tilllögurétt og vorum boðuð á alla fundi nefndarinnar.
 
Við síðustu sveitarstjórnarkosningar 2010 voru gerðar aðrar breytingar, nú var öldrunarþjónustunefnd lögð niður og Félagsmálanefnd tók við og þar vorum við Ósk ekki áheyrnarfulltrúar, ( við erum kölluð fyrir nefndina einu sinni á ári til að skýra út ársreikningana ).
 
En hver var tilgangurinn með þessum stjórnum.
Ég held að þessar stjórnir séu í flestum tilfellum mjög góðar, (og að það eigi að vera sér stjórn fyrir hvert heimili,) þær eru yfirleitt ( úti á landi ) skipaðar fólki úr nærumkverfinu, fólki sem hefur áhuga á málinu, á kanski eða hefur átt ættingja á heimilinu og er bara venjulegt fólk og það held ég að sé besta fólkið til að skipa stjórnir heimilanna.
 
Ég verð að vera algerlega ósamála, hvað varðar skipan fagfólks í stjórnirnar.
Það er fagfólk sem vinnur á heimilunum og hvað vita viðskiptafræðingar eða lögfræðingar meira um starfsemi öldrunarheimila en Jón eða Gunna úti í bæ.
(þeir mundu vafalaust skaffa sér, mér og þér hærra kaup, en hvað annað ? )
 
Það er spurt um tilgang fólks sem tekur að sér stjórnarsetu.
Ég held að það skipti ekki svo miklu máli hvort stjórnarmaður sé menntaður eða ekki, það fer hver og einn inn í svona stjórnir á sínum forsendum og ég hef þá trú og reynslu að menn og konur geri það í góðum tilgangi eingöngu.
 
En spurt er: hvert sé hlutverk þessara stjórna.
 
Mitt svar er einfalt: að veita okkur forstöðumönnum, þér og mér stuðning og aðhald.
 
Ég sakna gömlu stjórnar Hulduhlíðar.    
 
Árni Helgason, framkv.st.
Hulduhlíðar, Eskifirði.