SFV hafa ráðið Kristínu Ösp Jónsdóttur til starfa hjá samtökunum. Meginverkefni Kristínar verða á sviði vinnumarkaðsréttar, en hún mun taka við sem formaður kjaranefndar SFV af Tryggva Friðjónssyni sem lætur af störfum í vor.
Kristín er með kandídatspróf í lögfræði frá Háskóla Íslands og með réttindi til að flytja mál fyrir héraðsdómi. Þá er hún með alþjóðlega D-vottun í verkefnastjórnun hjá IPMA – alþjóðasamtökum verkefnastjórnunarfélaga.
Síðustu fjórtán ár hefur Kristín starfað sem lögfræðingur á Velferðarsviði Reykjavíkurborgar, en áður starfaði hún m.a. sem lögmaður hjá Landslögum lögmannsstofu og lögfræðingur hjá Tollstjóranum í Reykjavík.
Kristín mun hefja störf hjá samtökunum í maí/júní.
Stjórn og starfsfólk SFV bjóða Kristínu velkomna til starfa.