Fréttir frá aðildarfélögum

Múlabær – Dagþjálfun aldraðra í 40 ár

Múlabær var fyrsta dagdvöl landsins ætluð öldruðum og var stofnuð árið 1983. Múlabær fagnaði því 40 ára afmæli á síðasta ári og í tilefni þess var gefið út veglegt tímarit sem má nálgast hér.

Margs konar fróðleik er að finna í blaðinu bæði um starf og sögu Múlabæjar, sem og ýmsa þætti sem snerta öldrunar- og heilbrigðisþjónustu almennt auk viðtala við fjölmarga sem notið hafa þjónustu Múlabæjar í gegnum tíðina. Í ávarpi Þórunnar Bjarneyjar Garðarsdóttur forstöðumanns Múlabæjar segir m.a.:

„Með útgáfu þessa afmælisrits viljum við segja sögu Múlabæjar, varpa ljósi á tilgang starfseminnar og þá þætti sem stuðla einna helst að farsæld á efri árum. Ég hvet alla til að taka þátt í vitundarvakningu um heilbrigða öldrun því að vissulega snertir hún okkur öll“.