Fréttir og tilkynningar

Nýr kjarasamningur við Sameyki

Samninganefndir Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu og Sameykis skrifuðu undir nýjan kjarasamning sín á milli þann 15. maí 2023. 

Um er að ræða skammtímasamning sem gildir frá 1. apríl 2023 til 31. mars 2024.

Samningurinn bíður nú staðfestingar frá félagsfólki Sameykis en vænta má niðurstöðu úr atkvæðagreiðslu um samninginn þann 19. maí nk.