Fréttir og tilkynningar

Nýtt skrifstofuhúsnæði SFV og nýtt símanúmer

Í sumar flutti skrifstofa SFV frá Hrafnistu Laugarási í nýtt skrifstofuhúsnæði á 6. hæð í Stóra turninum í Kringlunni 4-6, 103 Reykjavík.

Á sama tíma var tekið upp nýtt símanúmer hjá samtökunum, s: 5 600 200.

 

Gott aðgengi er að skrifstofu SFV í Stóra turninum í Kringlunni og næg bílastæði. Hér á eftir verða nefnd tvö dæmi um aðkomur að Stóra turni Kringlunnar:

Aðkoma frá bílastæðahúsi Stóra- og Litla turns: 

Ekið er inn í bílastæðahús við Kringluna sem merkt er ,,Stóri-Litli turn“. Þegar ekið er inn í bílastæðahúsið er lyftuhús á vinstri hönd sem merkt er ,,Stóri turn“. Þar má finna tvær lyftur sem liggja upp í turninn og er skrifstofa SFV á hægri hönd þegar stigið er út úr lyftunum á 6. hæð.

Aðkoma frá 2. hæð Kringlunnar: 

Séu önnur bílastæði Kringlunnar nýtt er besta aðkoman að Stóra turni frá 2. hæð Kringlunnar. Á ofangreindri mynd má sjá hvar gengið er að fyrrgreindum lyftum sem liggja upp í turninn (rauður hringur). Sem fyrr segir er skrifstofa SFV á hægri hönd þegar stigið er út úr lyftunum á 6. hæð.