Fréttir frá aðildarfélögum

Ráðstefna Öldrunarráðs – „Þú þarft að skipta um lykilorð“

Þann 28. febrúar n.k. verður ráðstefnan „Þú þarft að skipta um lykilorð – að eldast á viðsjárverðum tímum“ haldin af Öldrunarráði Íslands. Ráðstefnan er haldin á Hótel Hilton og stendur frá kl. 10-14. Fjölmargir áhugaverðir fyrirlestrar verða á ráðstefnunni, boðið verður upp á hádegisverð og kaffi, ráðstefnugjald er kr. 10.000 og er veittur 50% afsláttur yfir 67 ára og eldri.

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna og hlekk á skráningu er að finna hér á vef Öldrunarráðs Íslands.