Fréttir frá aðildarfélögum

Ráðstefna um offitu og fagleg nálgun á samfélagstengdum sjúkdómi

Í tilefni af Alþjóðadegi offitu þann 4. mars býður Reykjalundur heilbrigðisstarfsfólki til fræðsluráðstefnunnar „Offita – Fagleg nálgun á samfélagstengdum sjúkdómi“ sem fram fer á Grand hóltel mánudaginn 4. mars kl. 13-16. Á dagskrá ráðstefnunnar eru fjölmörg áhugaverð erindi sem snúa að offitumeðferð og stöðu, úrræðum og framtíðarsýn í málaflokknum. Ráðstefnustjóri er Árdís Björk Ármannsdóttir framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi.

Þátttaka er án endurgjalds en gestir eru beðnir að tilkynna þátttöku fyrir fimmtudaginn 29. febrúar á netfangið reykjalundur@reykjalundur.is.