Opni háskólinn í HR stendur fyrir ráðstefnu um vöðvavernd á efri árum þann 15. febrúar. Ráðstefnan fjallar um þá þekkingu sem er til staðar í dag á aldurstengdu vöðvatapi og þau úrræði sem til staðar eru til að fyrirbyggja aldurstengt vöðvatap, þvert á svið vísinda. Um er að ræða áhugaverða ráðstefnum fyrir alla þá sem starfa við öldrunarþjónustu.
Fyrirlesarar eru innlendir og erlendir sérfræðingar á sviði öldrunarlækninga, þjálfunar- og heilbrigðisvísinda, næringarfræði, atferlisfræði og menntamála. Síhækkandi aldur þjóðarinnar og aldurstengdir sjúkdómar eru áskoranir sem eru öllum viðkomandi og ætlar Háskólinn í Reykjavík, í samstarfi við LSH og HÍ, að skoða hugmyndir og möguleikana að innleiða íþróttavísindi og þjálfun sem hluta af meðferðarúrræðum í heilbrigðiskerfinu.
Að ráðstefnunni standa, auk Opna Háskólans, íþróttafræði- og sálfræðideild HR, Landspítalinn og Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands.
Hægt er að kaupa streymi á ráðstefnuna sem stendur frá kl. 9 til 16. Nánari upplýsingar um ráðstefnuna er að finna hér.