Eins og kynnt var á málþingi þann 12. nóvember sl. hafa KPMG gert úttekt á starfsumhverfi þjónustuveitenda í heilbrigðisþjónustu sem gera samninga við Sjúkratryggingar Íslands.
Í úttektinni kemur fram að til staðar séu viðamiklir annmarkar á núverandi fyrirkomulagi samninga og innkaupa á heilbrigðisþjónustu. Úttektin var gerð að beiðni Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, Læknafélags Reykjavíkur, Félags sjúkraþjálfara, Samtaka heilbrigðisfyrirtækja og Tannlæknafélags Íslands.
Úttektina má nálgast hér.