Fréttir og tilkynningar

Staða kjaraviðræðna SFV

Í síðustu viku gekk kjaranefnd SFV frá kjarasamningum við Félagsráðgjafafélag Íslands, Félag sjúkraþjálfara, Iðjuþjálfafélag Íslands, Sálfræðingafélag Íslands, Þroskaþjálfafélag Íslands, KVH, Fræðagarð, Stéttarfélag bókasafns – og upplýsingafræðinga og Eflingu stéttarfélag. Verið er að kjósa um þessa samninga hjá viðkomandi stéttarfélögum. Eins og alltaf taka þessir kjarasamningar mið af kjarasamningum viðkomandi stéttarfélaga við ríkið.

Ekki eru hafnar viðræður milli SFV og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, enda er gert ráð fyrir því í viðræðuáætlun aðila að kjarasamningur Fíh við ríkið þurfi að liggja fyrir áður en viðræður milli SFV og Fíh geti hafist.

Sjúkraliðafélag Íslands og Sameyki hafa vísað kjaraviðræðum þeirra við SFV til Ríkissáttasemjara. SFV leggja áherslu á að gera samskonar samning við þessi stéttarfélög og félögin gerðu við ríkið.