Við viljum vekja athygli okkar félagsmanna á námslínunni Stjórnendur í þriðja geiranum – frjáls félagasamtök og sjálfseignastofnanir sem er kennd í Opna háskólanum í Háskólanum í Reykjavík. Námið hentar stjórnendum félaga- og sjálfseignastofnana, bæði nýjum og þeim reynslumeiri.
Kennsla byggist að miklu leyti á hagnýtum verkefnum sem tengjast störfum innan þriðja geirans. Einnig er áhersla lögð á persónulega þróun þátttakenda með það að leiðarljósi að efla og styrkja stjórnendur til að takast á við áskoranir sem oft eru ólíkar þeim sem stjórnendur á almennum vinnumarkaði standa frammi fyrir.
Nánari upplýsingar og skráning hér:
https://www.ru.is/opnihaskolinn/lengri-namskeid/stjornendur-i-thridja-geiranum/
SFV er samstarfsaðili að náminu og aðildarfélög þess fá 10% afslátt af verði námsins.
Til að fá þessi sérkjör eru félagsmenn aðildarfélaga beðnir um að senda tölvupóst á verkefnastjóra áður en námslínan hefst.